Jónsmessumót KLM í golfi á Siglógolf á Siglufirði fór fram í gærkvöldi í frekar blautu veðri. Alls tóku 34 kylfingar þátt í mótinu og voru leiknar 9 holur. Boðið var uppá fordrykk fyrir mótið og mat að móti loknu.

Í 1. sæti með 19 punkta var Gunnlaugur Stefán Guðlaugsson (Gulli Stebbi). Í 2. sæti var Brynjar Heimar Þorleifsson með 17 punkta, en hann hefur verið að ná verðlaunasætum í síðustu mótum. Í 3. sæti var svo Ólafur Þór Ólafsson, einnig með 17 punkta.

Eins og áður sagði var frekar þungbúið veður, en þátttakan í mótinu var engu að síður góð, og fólk var vel búið.

Myndir með fréttinni koma frá Huldu Magnúsardóttur, og eru birtar með góðfúslegu leyfi hennar.