Úrslit í Jónsmessumóti GKS á Siglógolf

Jónsmessumót Golfklúbbs Siglufjarðar var haldið í gærkvöldi á Siglógolf.  Góð þátttaka var í mótinu en 46 voru skráðir og luku 44 kylfingar leik. Kylfingar mættu upp í golfskála í kvöldmat og fóru svo út á völlinn að leika 9 holur. Talsverður vindur var í upphafi móts en lægði svo þegar leið á kvöldið og var hitinn á milli 15-16°.

Brynjar Heimir Þorleifsson var í 1. sæti með 24 punkta. Í öðru sæti var Benedikt Þorsteinsson með 22 punkta. Í þriðja sæti var Sindri Ólafsson með 21 punkt. Í fjórða sæti einnig með 21 punkt var Bryndís Þorsteinsdóttir.

Halldór Þormar tók myndir með fréttinni sem eru birtar með góðfúsu leyfi.