Hlíð heilsurækt í Ólafsfirði hélt jólamót á öðrum degi jóla, 26. desember síðastliðinn.Tveir keppendur af sama kyni voru saman í liði. Fimm lið tóku þátt í karla- og kvennaflokki og voru því alls 20 manns að keppa.

Keppt var í ýmsum æfingum eins og “bolti í vegg”, kassahoppi, kassauppstiga, réttstöðulyftu og öðrum klassískum greinum í crossfit.

Þessar æfingar taka vel á styrk og þol keppenda.

Sigurvegarar í karlaflokki voru Hilmir Ólason og Eyjólfur Bragi.  Í kvennaflokki sigraði Sólveig Anna Brynjudóttir og Björk Óladóttir.

Hilmir og Sólveig eru einnig eigendur af Hlíð heilsurækt í Ólafsfirði.