Úrslit í golfmóti Siglfirðinga

Metþátttaka var í Siglfirðingagolfmótinu sem haldið var Garðavelli á Akranesi 16. ágúst síðastliðinn. Mótið er haldið fyrir alla Siglfirðinga eða þá sem hafa sterk tengsl við Siglufjörð. Alls voru 84 keppendur skráðir til leiks og voru kylfingar heppnir með veður. Keppt var í punktakeppni í karla- og kvennaflokki og voru vegleg verðlaun. Aðeins þeir sem voru skráðir í klúbb og með löglega forgjöf gátu unnið til verðlauna á mótinu.  Hámarksforgjöf var 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Strangar staðarreglur voru á vellinum vegna Covid-19, t.d. mátt ekki snerta flaggstöngina.

Á Akranesi er aðstaða til fyrirmyndar fyrir golfáhugafólk, bæði mjög góður golfvöllur og glæsilegt nýlegt golfvallarhús.

Úrslit:

Úrslit í kvennaflokki:
1. Oddný Hervör Jóhannsdóttir með 38 punkta
2. Ólína Þórey Guðjónsdóttir með 38 punkta
3. Jósefína Benediktsdóttir með 38 punkta
4. Líney Rut Halldórsdóttir með 36 punkta
5. Íris Ægisdóttir með 35 punkta

Úrslit í karlaflokki:
1. Grétar Bragi Hallgrímsson með 40 punkta
2. Tómas Kárason með 40 punkta
3. Ólafur H Kárason með 39 punkta
4. Helgi Runólfsson með 36 punkta
5. Sigurður Guðgeirsson með 35 punkta

Sigurvegari í höggleik var Helgi Runólfsson.

Aðalstyrktaraðilar varðandi verðlaunagjafir voru:
Sigló hótel – sem gaf gistingu fyrir tvo með morgunverði á hinu glæsilega og eftirsótta Sigló hótel svo og golfhring á Siglógolf.

Primex – sem gaf hinar stórkostlegu og marg verðlaunuðu CitoCare snyrtivörur.

Siglufjarðarapótek sem gaf snyrtivörur.

Og mörg önnur fyrirtæki sem styrktu mótið á einn eða annan hátt.

Mótsstjórnin þakkar þessum fyrirtækjum öllum fyrir veittan stuðning svo og þeim öðrum sem gáfu verðlaun og teiggjafir.

Myndir: Aðsendar frá KLM.

Þessir spilarar voru næst holu á par 3 brautum. frá vinstri Ólafur Vilhjálmsson,Oddný Sigsteinsdóttir og Helgi Runólfsson. Ólafur var næst holu á tveimur brautum og á annari aðeins 15 sentimetra frá holunni.
Lengsta Drive á 9 braut áttu Jóhann G Möller og Hólmfríður Hilmarsdóttir en Oddný tók við hennar verðlaunum.
Mótsstjórnin, frá vinstri: Guðjón M Ólafsson, Kristján L Möller, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Björn St Stefánsson og Jóhann G Möller.
Úrslitin kynnt og lesin upp.
Sigurvegarar í kvennaflokki. Frá vinstri: 1. Oddný Hervör Jóhannsdóttir 2. Ólína Þórey Guðjónsdóttir 3. Jósefína benediktsdóttir 4. Líney Rut Halldórsdóttir.
Sigurvegarar í karlaflokki frá vinstri. 1. Grétar Bragi Hallgrímsson 2. Tómas Kárason 3. Ólafur H Kárason 4. Helgi Runólfsson 5. Sigurður Guðgeirsson.
Kylfingar að loknu móti.