Golfmót Kaffi Klöru var haldið í gær á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði og var spilað 9 holu Texas scrable. Ræst var út af öllum teigum kl. 13:00. Strax að móti loknu var verðlaunaafhending á Kaffi Klöru.
Vegleg verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin og einnig dregið úr skorkortum.
36 kylfingar mættu á þetta skemmtilega mót sem hefur núna verið haldið árlega undanfarin ár. Mótið var mjög jafnt í efstu sætunum að þessu sinni.
Sigríður Ingvarsdóttir Bæjarstjóri Fjallabyggðar var að sjálfsögðu meðal keppanda og var í liðinu Gunnarsson/Ingvarsdóttir, og voru í 10. sæti á 34 höggum.
Úrslit:
Í 1. sæti og með fæst högg var liðið Skötuhjúin, Sigríður Guðmundsdóttir og Konráð Sigurðsson.
Í 2. sæti var liðið Hrannarkotspúkar með högg einnig. Sigmundur Agnarsson og Halldór Ingvar Guðmundsson, þjálfari KF.
Í 3. sæti var liðið Steisý og einnig með 30 högg, Jósefína Benediktsdóttir og Þorsteinn Jóhannsson.
Öll úrslit:
Myndir frá Kaffi Klöru.
Myndir frá Guðmundi Inga Bjarnasyni.