Úrslit í fyrsta opna golfmótinu á Sigló golf

Fyrsta opna golfmótið á Siglógolf á Siglufirði var haldið í gærdag. Veður var með ágætum, skýjað, logn og um 10 stiga hiti. Alls tóku 38 keppendur þátt í mótinu.  Keppt var í karla- og kvennaflokki og voru úrslit eftirfarandi:

Karlaflokkur:
1. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson GKS með 37 punkta
2. sæti Hafsteinn E. Hafsteinsson GO með 34 punkta
3. sæti Tómas Kárason GL með 31 punkt.

Kvennaflokkur:
1. sæti Unnur Elva Hallsdóttir GA með 34 punkta
2. sæti Hulda Magnúsardóttir GKS með 33 punkta
3. sæti Dagný Finnsdóttir GFB með 29 punkta

 

Einnig voru veitt nándarverðulaun á par 3 brautum, 6., 7. og 9. holu og þau hlutu Jóhann Már Sigurbjörnsson, Sigríður Guðmundsdóttir og Dagný Finnsdóttir.

Mynd: Golfklúbbur Siglufjarðar