Golfvertíðin er hafin á Siglufirði og fór fyrsta mótið frá á Siglógolf um helgina. Mótið er árlegt og kallast Vanur/Óvanur, en þá mæta kylfingar félagsins með nýliða og kynna íþróttina. Tólf lið voru skráð til leiks á mótinu.  Völlurinn er enn að jafna sig eftir erfiðan vetur og kalt vor.

Vikulega mótaröðin hefst á morgun, miðvikudag og Jónsmessumót GKS verður á laugardaginn næstkomandi.

Úrslit:
1.sæti Blöndungar (Bjössi og Sævar) nettó 35
2.sæti Sindís ( Ásdís og Sindri) nettó 35
3.sæti Happi og Glappi (Birkir og Kári) 37