Fjórða Berg mótaröðin fór fram 13. júlí sl. á Siglógolf á vegum Golfklúbbs Siglufjarðar.  Alls tóku 22 kylfingar þátt á þessu móti og var keppt í tveimur flokkum í punktakeppni.

Í B-flokki með yfir 28,1 í forgjöf sigraði Bryndís Þorsteinsdóttir með 22 punkta. í 2. sæti var Kristján Friðriksson með 21 punkt og í 3. sæti í sama flokki var Ólafur Guðbrandsson með 19 punkta.

Í A-flokki með undir 28 í forgjöf sigraði Finnur Mar Ragnarsson með 17 punkta, í 2. sæti var Brynjar Heimir Þorleifsson með 17 punkta einnig. Í 3. sæti var Stefán G. Aðalsteinsson með 17 punkta.