Fjarðarhlaupið fór fram í Ólafsfirði um helgina í frábæru veðri. Nokkrar vegalengdir voru í boði, 20 km, 10 km, 7 km og 3,5 km í skemmtiflokki. Þá voru 16 skráðir til leiks í 20 km hlaupinu og 20 í 10 km hlaupinu. Alls voru 8 skráðir í skemmtiflokknum.

Í 20 km hlaupinu þá kom Arnar Ólafsson fyrstu í mark í karlaflokki og Elsa Guðrún Jónsdóttir var fyrst kvenna í mark á mjög góðum tíma.

Í 10 km hlaupinu var Vilmundur Andrésson fyrstur í mark og Ásgeir Bjarnason og Elvar Sævarsson skammt á eftir í 2.-3. sæti. Guðrún Ósk Gestsdóttir var fyrst kvenna í mark og Svava Rós Kristófersdóttir í 2. sæti og Sædís Sæmundsdóttir í 3. sæti.

Öll úrslit:

Myndir: Fjarðarhlaupið.