Fimmta Bergmótaröðin á vegum GKS á Siglógolf fór fram í gær, miðvikudaginn 20. júlí. Í þetta skiptið tóku 20 kylfingar þátt í mótinu. Fimm bestu mót af 10 í þessari mótaröð gilda til stiga.
Í 1. sæti 2. flokki með yfir 28.1 í forgjöf var Gunnlaugur Stefán Guðleifsson með 21 punkt, í 2. sæti var Ríkey Sigurbjörnsdóttir með 18 punkta og í 3. sæti var Bryndís Þorsteinsdóttir með 17 punkta.
Í 1. sæti í 1. flokki með undir 28 í forgjöf var Ólafur Björnsson með 19 punkta. Í 2. sæti var Brynjar Þorleifsson með 18 punkta og í 3. sæti var Ólafur Þór Ólafsson með 16 punkta.