Kvennagolfmótið ChitoCare Beauty Open fór fram í dag á Siglógolf á Siglufirði. Keppt var í tveimur flokkum í punktakeppni, Forgjöf 0 til 28.0 og Forgjöf 28,1 til 54. Alls tóku 40 konur þátt í mótinu í ár en pláss var fyrir 52 konur. Allar konur fengu veglega teig gjöf frá ChitoCare Beauty. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og nándarverðlaun á par 3 brautum. Ræst var út frá öllum teigum í morgun og voru spilaðar 18 holur. Flestir kylfingar komu frá golfklúbbum á Norðurlandi en nokkrir komu þó frá höfuðborgarsvæðinu.

Úrslit:

Flokkur Forgjöf 0 til 28.0

  1. Ólína Þ. Guðjónsdóttir frá GKS með 37 punkta
  2. Dagný Finnsdóttir frá GFB með 32 punkta
  3. Halldóra Andrésdóttir GSS með með 32 punkta

Flokkur Forgjöf 28,1 til 54

  1. Jóhanna Þorleifsdóttir frá GKS með 40 punkta
  2. Ríkey Sigurbjörnsdóttir frá GKS með 39 punkta
  3. Anna Hulda Júlíusdóttir frá GKS með 39 punkta