Úrslit í ChitoCare Beauty Open
Kvennagolfmótið ChitoCare Beauty Open fór fram í dag á Siglógolf á Siglufirði. Keppt var í tveimur flokkum í punktakeppni, Forgjöf 0 til 28.0 og Forgjöf 28,1 til 54. Alls tóku 40 konur þátt í mótinu í ár en pláss var fyrir 52 konur. Allar konur fengu veglega teig gjöf frá ChitoCare Beauty. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og nándarverðlaun á par 3 brautum. Ræst var út frá öllum teigum í morgun og voru spilaðar 18 holur. Flestir kylfingar komu frá golfklúbbum á Norðurlandi en nokkrir komu þó frá höfuðborgarsvæðinu.
Úrslit:
Flokkur Forgjöf 0 til 28.0
- Ólína Þ. Guðjónsdóttir frá GKS með 37 punkta
- Dagný Finnsdóttir frá GFB með 32 punkta
- Halldóra Andrésdóttir GSS með með 32 punkta
Flokkur Forgjöf 28,1 til 54
- Jóhanna Þorleifsdóttir frá GKS með 40 punkta
- Ríkey Sigurbjörnsdóttir frá GKS með 39 punkta
- Anna Hulda Júlíusdóttir frá GKS með 39 punkta