Mynd: Héðinsfjörður.is

Þriðja umferð í Bergmótaröðinni í golfi fór fram á miðvikudaginn sl. á Siglógolf á vegum GKS. Þrettán kylfingar mættu til leiks á þetta mót en tveir kylfingar báru af í þessu móti og voru nokkuð frá öðrum í punktasöfnun.

Mótaröðin verður skipt upp í tvo flokka í sumar

  • Punktakeppni með forgjöf
  • A flokkur: 0 til 28,0 í forgjöf
  • B flokkur: 28,1 til 54 í forgjöf

Úrslit:

Jón Sigmundsson var í 1. sæti með 19. punkta.

Gunnlaugur Stefán Guðlaugsson var í 2. sæti með 18. punkta. Kári Freyr Hreinsson var svo í 3. sæti með 14 punkta. Allir leika þeir í A flokki.

Í B flokki var Ríkey Sigurbjörnsdóttir með 13 punkta.