50 ára afmælismót Golfklúbbs Siglufjarðar var haldið um síðustu helgi en því hafði verið frestað um viku vegna rigninganna sem voru á þeim tíma. Veður um þessa mótshelgi var heldur ekki neitt frábært fyrir þetta stóra mót, en hiti var undir 6 gráðum og stöðugur vindur yfir 10 m/s. Þessi tilfærsla á mótinu olli því að helmingi færri skráðu sig á mótið, enda eflaust erfitt fyrir marga að fá gistingu eða gera ráðstafanir með svo skömmum fyrirvara. Aðeins 42 voru skráðir á mótið að þessu sinni og voru aðeins spilaðar 9 holur vegna verðurs þennan dag. Upphaflega voru yfir 100 skráðir sem hefði verið metþátttaka.

Grétar Bragi Hallgrímsson var í 1. sæti karla með 19 punkta. Ragnheiður Ragnarsdóttir var í 1. sæti kvenna með 13 punkta. Í höggleik karla var Jóhann Már Sigurbjörnsson með 36 högg og í höggleik kvenna var Unnur Hallsdóttir með 47 högg. Einnig voru veitt nándarverðlaun og fyrir lengsta teighöggið.

Lokahóf:

Veglegt lokahóf og afmælispartý var svo haldið um kvöldið í Bláa húsinu ásamt verðlaunaafhendingu. Kristján Möller tók saman gömul rit og sýndi gestum og afhendi einnig gjöf frá GSÍ og kveðju frá þeim.

Formaður talaði um nútímann og hvað klúbburinn væri búinn að stækka á síðustu árum og hver stefnan væri hjá Golfklúbbi Siglufjarðar.

Félagsmenn síðustu ára: 

2018 = 44 félagsmaður
2019 = 76 félagsmaður + 20 börn
2020 = 101 félagsmaður + 20 börn
Heiðursnælur voru nældar í fyrrum formenn og stjórnendur og góða vini. Að lokum var verðlaunaafhending og dregið úr skorkortum.

Öll úrslit:

Punktakeppni karla: 1. Grétar Bragi Hallgrímsson 19 punktar 2. Þorsteinn Jóhannsson 18 punktar 3. Sigurgeir Haukur Ólafsson 17 punktar

Punktakeppni kvenna: 1. Ragnheiður H. Ragnarsdóttir 13 punktar 2. Hulda Guðveig Magnúsdóttir 12 punktar 3. Erla Marý Sigurpálsdóttir 12 punktar

Höggleikur karla: 1. Jóhann Már Sigurbjörnsson 36 högg

Höggleikur kvenna: 1. Unnur Elva Hallsdóttir 47 högg

Nándarverðlaun: 6 hola: Kári Arnar Kárason 2,78 cm 7 hola: Hafþór Hermannsson 1,80 cm 9 hola: Jóhann Már Sigurbjörnsson 5,20 cm

Lengsta teighöggið: Kvenna: Ása Guðrún Sverrisdóttir Karla: Sævar Örn Kárason

Mynd frá Jóhann Már Sigurbjörnsson.Mynd frá Jóhann Már Sigurbjörnsson.

Mynd frá Jóhann Már Sigurbjörnsson.Mynd frá Jóhann Már Sigurbjörnsson.

 

Mynd frá Jóhann Már Sigurbjörnsson.Mynd frá Jóhann Már Sigurbjörnsson.