50 ára afmælismót Golfklúbbs Siglufjarðar var haldið um síðustu helgi en því hafði verið frestað um viku vegna rigninganna sem voru á þeim tíma. Veður um þessa mótshelgi var heldur ekki neitt frábært fyrir þetta stóra mót, en hiti var undir 6 gráðum og stöðugur vindur yfir 10 m/s. Þessi tilfærsla á mótinu olli því að helmingi færri skráðu sig á mótið, enda eflaust erfitt fyrir marga að fá gistingu eða gera ráðstafanir með svo skömmum fyrirvara. Aðeins 42 voru skráðir á mótið að þessu sinni og voru aðeins spilaðar 9 holur vegna verðurs þennan dag. Upphaflega voru yfir 100 skráðir sem hefði verið metþátttaka.
Grétar Bragi Hallgrímsson var í 1. sæti karla með 19 punkta. Ragnheiður Ragnarsdóttir var í 1. sæti kvenna með 13 punkta. Í höggleik karla var Jóhann Már Sigurbjörnsson með 36 högg og í höggleik kvenna var Unnur Hallsdóttir með 47 högg. Einnig voru veitt nándarverðlaun og fyrir lengsta teighöggið.
Lokahóf:
Veglegt lokahóf og afmælispartý var svo haldið um kvöldið í Bláa húsinu ásamt verðlaunaafhendingu. Kristján Möller tók saman gömul rit og sýndi gestum og afhendi einnig gjöf frá GSÍ og kveðju frá þeim.
Félagsmenn síðustu ára:
Öll úrslit:
Punktakeppni karla: 1. Grétar Bragi Hallgrímsson 19 punktar 2. Þorsteinn Jóhannsson 18 punktar 3. Sigurgeir Haukur Ólafsson 17 punktar
Punktakeppni kvenna: 1. Ragnheiður H. Ragnarsdóttir 13 punktar 2. Hulda Guðveig Magnúsdóttir 12 punktar 3. Erla Marý Sigurpálsdóttir 12 punktar
Höggleikur karla: 1. Jóhann Már Sigurbjörnsson 36 högg
Höggleikur kvenna: 1. Unnur Elva Hallsdóttir 47 högg
Nándarverðlaun: 6 hola: Kári Arnar Kárason 2,78 cm 7 hola: Hafþór Hermannsson 1,80 cm 9 hola: Jóhann Már Sigurbjörnsson 5,20 cm
Lengsta teighöggið: Kvenna: Ása Guðrún Sverrisdóttir Karla: Sævar Örn Kárason