Úrslit á vanur/óvanur á Siglógolf

Golfklúbbur Siglufjarðar stóð fyrir glæsilegu móti í gær á Siglógolf, en mótið Vanur/óvanur var haldið í fínu veðri. Var þetta þriðja mót sumarsins á vegum GKS.
Alls voru 46 keppendur eða 23 lið mættu til leiks í mótið. Leikið var texas scramble fyrirkomulag.  Síðan eftir hring var slegið í góða grill veislu og fólk ræddi sín á milli um góðu og slæmu höggin, þó aðallega þau góðu.
Úrslit:
  1. Jón Karl og Hrólfur
  2. Jóhann Már og Gabríel Reynir
  3. Steini og Áki
Nándarverðlaun voru á par 3 brautum og voru það Benedikt, Jóhann Már og Runólfur sem unnu þau.
Hrólfur sagðist hafa verið að keppa á sínu fyrsta golfmóti, og hafi verið ánægður með löngu höggin og stuttu púttin. Hann sagðist einnig hlakka til að nota vinningsgjafabréfið á Siglunes Guesthouse. Líklega ekki hægt að finna hógværari vinningshafa en Hrólf rakara.
 
May be an image of náttúra
May be an image of náttúra