Úr myrkrinu í ljósið 2017
Gangan ,,Úr myrkri í ljósið” eða „Darkness into Light“ sem er á vegum samtakanna Pieta Ísland verður farin aðfaranótt laugardagsins 6. maí næstkomandi til að minnast þeirra sem tekið hafa sitt eigið líf og til að hvetja til opinnar umræðu um sjálfsvígshættuna. Talið er að um 5.000 manns á ári hugleiði sjálfsvíg á Íslandi. Allt að 600 manns reyna sjálfsvíg samkvæmt opinberum tölum.
Gengið verður úr myrkri og inn í dagsbirtuna til að safna fé fyrir Pieta húsi sem samtökin stefna á að opna á Íslandi í lok ársins 2017. Starfsemi hússins verður að írskri fyrirmynd en Pieta House hefur gefist vel á Írlandi og verið er að opna nokkur Pieta hús í Bandaríkjunum. Þar gefst fólki í sjálfsvígshættu, og aðstandendum þeirra, kostur á að koma í ókeypis viðtöl hjá sérfræðingum í fallegu húsi í íbúðahverfi. Tilgangur samtakanna er að útvega aðstoð fagfólks, gefa von og efla rannsóknir og fræðslu um sjálfsvíg og sjálfskaða.
Allir eru velkomnir í gönguna. Skráning er á Pieta.is og upplýsingar fast á facebook. Þátttökugjald er 2.800 kr.
Gengin verður 5 kílómetra leið bæði í Laugardalnum í Reykjavík og á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem gangan verður farin á Akureyri.
Gangan í Reykjavík hefst kl. 04:00 við húsnæði KFUM og KFUK við Holtaveg í Laugardal.
Gangan á Akureyri hefst kl.04:00 fyrir neðan Samkomuhúsið á Akureyri. Nánari upplýsingar um gönguna á Akureyri fást á heimasíðunni https://www.facebook.com/events/676879299168130/ eða hjá Eymundi Eymundssyni í síma 666-1608 og netfangi eydi1967@gmail.com.
Nánari upplýsingar í netfanginu pieta.island@gmail.com,
Formaður Pieta Ísland er Björk Jónsdóttir skólastjóri Brúarskóla s: 664-8440
Sigríður Arnardóttir framkvæmdastjóri s: 897-8858 sirry@sirry.is