Úr myrkrinu í ljósið 2017

Gangan ,,Úr myrkri í ljósið” eða „Dark­ness into Lig­ht“ sem er á vegum samtakanna Pieta Ísland verður farin aðfaranótt laugardagsins 6. maí næst­kom­andi til að minnast þeirra sem tekið hafa sitt eigið líf og til að hvetja til opinnar umræðu um sjálfsvígshættuna. Talið er að um 5.000 manns á ári hugleiði sjálfsvíg á Íslandi. Allt að 600 manns reyna sjálfsvíg samkvæmt opinberum tölum.

Gengið verður úr myrkri og inn í dagsbirtuna til að safna fé fyrir Pieta húsi sem samtökin stefna á að opna á Íslandi í lok ársins 2017. Starfsemi hússins verður að írskri fyrirmynd en Pieta House hefur gefist vel á Írlandi og verið er að opna nokkur Pieta hús í Bandaríkjunum. Þar gefst fólki í sjálfsvígshættu, og aðstandendum þeirra, kostur á að koma í ókeypis viðtöl hjá sérfræðingum í fallegu húsi í íbúðahverfi. Tilgangur samtakanna er að útvega aðstoð fagfólks, gefa von og efla rannsóknir og fræðslu um sjálfsvíg og sjálfskaða.

Allir eru velkomnir í gönguna. Skráning er á Pieta.is og upplýsingar fast á facebook. Þátttökugjald er 2.800 kr.

Gengin verður 5 kíló­metra leið bæði í Laugardalnum í Reykjavík og á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem gangan verður farin á Akureyri.

Gangan í Reykjavík hefst kl. 04:00 við hús­næði KFUM og KFUK við Holta­veg í Laug­ar­dal.

Gangan á Akureyri hefst kl.04:00 fyrir neðan Samkomuhúsið á Akureyri. Nánari upplýsingar um gönguna á Akureyri fást á heimasíðunni https://www.facebook.com/events/676879299168130/ eða hjá Eymundi Eymundssyni í síma 666-1608 og netfangi eydi1967@gmail.com.

Nánari upplýsingar í netfanginu pieta.island@gmail.com,

Formaður Pieta Ísland er Björk Jónsdóttir skólastjóri Brúarskóla s: 664-8440

Sigríður Arnardóttir framkvæmdastjóri s: 897-8858 sirry@sirry.is