Úr KF í Þór

Emanuel Nikpalj hefur yfirgefið KF eftir stutta dvöl, hann lék 12 leiki í sumar með liðinu en skoraði ekki mark. Hann lék á miðjunni og í framlínunni hjá KF og var byrjunarliðsmaður, en hefur núna samið við Þór og mun leika í Lengjudeildinni með þeim út tímabilið. Emanuel Nikpalj er 22 ára gamall og stóð sig vel í þeim leikjum sem hann lék með KF og vakti athygli annara liða.

Emanuel lék með Ægi í 3. og 4. deild 2018 og 2019. Alls hefur leikmaðurinn spilað 39 leiki á Íslandi í deild, bikar og deildarbikar og skorað í þeim leikjum sjö mörk.

Mynd: thorsport.is