Upptökuvika Tónskóla Fjallabyggðar

Í vikunni 13. – 17. maí ætlar Tónskóli Fjallabyggðar að bjóða nemendum upp á að taka upp í hljóðveri skólans á Siglufirði. Upptökumaður verður Gunnar Smári Helgason kennari við skólann og hefur hann nemendur sína í hljóð- og upptökukennslu sér til halds og trausts. Nemendur þurfa að ákveða hvað lög þau vilja taka upp í samráði við kennara sína, en kennarar skrá nemendur niður á daga og tíma í upptökuvikunni.