Uppskeruhátíð Þjóðlagaseturs Íslands

Fimmtudaginn 31. ágúst er síðasti sumaropnunardagur Þjóðlagasetursins á Siglufirði.  Uppskeruhátíð Setursins verður haldið sama kvöld klukkan 20:00 í Brugghúsi Seguls 67 á Siglufirði.  Þar munu meðlimir úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða og syngja tvísöngva og Ella Vala Ármannsdóttir og Mathias Spoerry frá Böggvisstöðum flytja valda söngva við langspilsundirleik Eyjólfs Eyjólfssonar. Bar brugghússins verður opinn þar sem gestir geta valið milli nokkurra siglfirskra bjórtegunda en léttar veitingar verða í boði kvæðamannafélagsins.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!