Uppskeruhátíð Golfklúbbs Ólafsfjarðar, Bændur glíma. Skipt verður í tvö lið og leikin holukeppni. Leiknar verða 12 holur. Mæting á Skeggjabrekkuvöll sunnudaginn 23. sept. kl. 15:00.
Ræst verður út af öllum teigum kl. 15:30. Matur og samkoma verður í UÍÓ húsinu að loknum leik. Vonum að félagsmenn sjái sér fært að taka þátt í þessari skemmtilegu samveru. Skráningu lauk miðvikudaginn 19. september.