Uppskeruhátíð Golfklúbbs Ólafsfjarðar

Uppskeruhátíð Golfklúbbs Ólafsfjarðar verður haldin laugardaginn 21. september. Leikin verður holukeppni á Skeggjabrekkuvelli.

Skipt verður í tvö lið og leikin holukeppni. Leiknar verða 12 holur.  Mæting á golfvöllinn laugardaginn 21. sept. kl. 14:30 Ræst út af öllum teigum kl. 15:00 Matur í UÍÓ húsinu að loknum leik. Að loknu móti verður samkoma í UÍÓ húsinu, matur og drykkir.

Skráningu lýkur miðvikudaginn 18. september kl. 20:00. Mikilvægt að skrá þátttöku í tíma svo hægt verði að áætla innkaup á matnum.

Mótsgjald, 3000,- kr. Matur innifalinn.