Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði var haldin 26. nóvember síðastliðinn en þar var afreksfólki UMSS veitt verðlaun fyrir árið 2017.
Frjálsíþróttafólk UMSS 2017:
Kvennaflokkur: Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir.
Karlaflokkur: Ísak Óli Traustason.
Verðlaun ungra og efnilegra:
Óskar Aron Stefánsson og Aníta Ýr Atladóttir.
Þá voru einnig heiðruð öll þau sem unnu Íslandsmeistaratitla og Unglingalandsmótstitla í frjálsíþróttum á árinu.