Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Fjallabyggð

Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Fjallabyggð opnaði formlega mánudaginn 1. júní síðastliðinn og verður opin fram til 28. ágúst. Upplýsingamiðstöðin er staðsett í bókasafni Fjallabyggðar líkt og í fyrra að Gránugötu 24 Siglufirði og núna einnig að Ólafsvegi 4 Ólafsfirði.

Opnunartíminn verður frá kl. 13:00-17:00 virka daga og frá kl. 11:00-15:00 á laugardögum og sunnudögum. Netfangið er info@fjallabyggd.is og síminn er 4671555 á Siglufirði og 4649215 á Ólafsfirði.

Starfsmenn upplýsingmiðstöðvar og bókaverðir í afleysingum eru Kristína Berman og Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir. Bókasöfnin verða opin á sama tíma og upplýsingamiðstöðin.