Upplýsingamiðstöð og bókakaffi í Ólafsfirði ?

Uppi eru hugmyndir um að nýta bókasafnið í Ólafsfirði undir upplýsingamiðstöð og bókakaffi. Bæjarráð Fjallabyggðar skoðar þessi mál nú í samstarfi við forstöðumann bókasafnsins og verður kannað hvaða aðilar gætu tekið að sér slík verkefni í samstarfi við Fjallabyggð, ef breytingar á rekstri safnsins verða.

Nú í sumar var upplýsingamiðstöðin í Fjallabyggð í bókasafninu á Siglufirði og var almenn ánægja með þann rekstur.