Upplýsingamiðstöð ferðamanna verði færð í Bókasafnið í Ólafsfirði

Rekstraraðilar upplýsingamiðstöðva ferðamanna í Fjallabyggð hafa upplýst um fjölda heimsókna síðastliðið sumar. Í miðstöðina á Siglufirði kom um 1300 gestir  á tímabilinu 15. maí – 30. september og um 660 í upplýsingamiðstöðina Ólafsfirði á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst.

Þá hefur Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar lagt til að starfsemi upplýsingamiðstöðvar í Ólafsfirði verið færð í bókasafnið að Ólafsvegi 4, þar sem Kaffi Klara í Ólafsfirði hefur verið lokað í vetur, en nefndin lýtur svo á að samningur sé ekki lengur í gildi vegna þessa.

Gistihús Jóa
Kaffi Klara – Upplýsingamiðstöð ferðamanna