Upplýsingafundur vegna eldsumbrota í Holuhrauni

Markaðsstofa Norðurlands í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og Almannavarnir boða til upplýsingafundar vegna eldsumbrota í Holuhrauni.
Fundurinn fer fram á Icelandair Hótel Akureyri, að Þingvallastræti 23, föstudaginn 31. október og hefst kl. 12.00. Léttur hádegisverður er í boði gegn vægu gjaldi.

Dagskrá fundarins:

  • Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, útskýrir stöðuna á svæðinu og ræðir opnanir og lokanir.
  • Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, ræðir um vinnu samráðshóps um aðgengi að svæðinu.
  • Aðalheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, stýrir fundinum.
  • Umræður

Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að láta sig málefnið varða og mæta á fundinn.

Texti: Aðsent efni.