Upphitun- Kári – KF – Í boði Siglufjarðar apóteks

Við kynnum til leiks nýjan styrktaraðila með öllum umfjöllunum um leiki KF í sumar. Siglufjarðar apótek verður með okkur í öllum umfjöllunum um leiki meistaraflokks Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í sumar. Kíkið á netverslun Siglufjarðar apóteks, en þar er hægt að panta lyf og kaupa ýmsar snyrtivörur.

Nú er komið að upphitun. Fyrsti leikur KF á Íslandsmótinu er í dag gegn Kára í Akraneshöllinni. Veðbankarnir hallast að sigri KF, en búast má við jöfnum leik. Lið Kára er reynslumikið og er meðal aldurinn í byrjunarliðinu hjá þeim um 30 árin, á meðan KF er um 22 árin. Saga Knattspyrnufélags Kára nær aftur til ársins 1922, en liðið var endurvakið fyrir 10 árum síðan og hefur að mestu verið skipað eldri leikmönnum úr liði ÍA og einnig ungum og efnilegum leikmönnum af Skaganum. Lið Kára endaði í 7. sæti í 2. deildinni í fyrra, aðeins einu stigi minna en KF, sem var í 6. sæti með 26 stig. Kári vann 7 leiki, gerði 4 jafntefli og tapaði 9 í fyrra. KF vann 8 leiki, gerði 2 jafntefli og tapaði 10.

Leikur liðsins í fyrra í Akraneshöllinni fór 2-2 og 3-2 á Ólafsfjarðarvelli fyrir KF. En á síðustu árum hafa liðin mæst alls 6 sinnum, Kári hefur unniuð 3 leiki, 2 jafntefli og KF aðeins unnið 1 leik.

KF hefur ekki misst neinn lykilmann eftir síðasta tímabil, ólíkt öðrum tímabilum á undan. Það styrkir stöðuna fyrir mótið. En liðinu hefur bæst liðsauki, Andi Andri Morina hefur gengið til liðs við KF og er leikmenn og þjálfarar spenntir fyrir komu hans. Cameron Botes er þá nýkominn og einnig Christopher Oatman. Við eigum líklega eftir að sjá þá báða í liðinu í sumar. Einnig hafa komið nokkrir ungir og efnilegir leikmenn úr KA sem eiga eftir að auka  breiddina hjá liðinu í sumar.

Lið Kára hefur einnig sótt leikmenn í herbúðir ÍA fyrir mótið, t.d. Leó Reynisson og Nikulás Bjarkason. Þá má ekki gleyma Garðari Gunnlaugssyni, en hann hefur leikið undanfarið með liðinu.

Okkar spá: 1-2 fyrir KF.

Umfjöllun verður hér á vefnum eftir að leik lýkur.

Byrjunarliðin eru komin:

Siglufjarðar Apótek