Mynd: Héðinsfjörður.is

Árangur Blakfélags Fjallabyggðar (BF) hefur ekki farið framhjá neinum eftir að félagið var formlega stofnað í maí 2016. Félagið varð Íslandsmeistari karla á sínu fyrsta starfsári í 2. deild karla í blaki árið 2017, og í ár varð karlaliðið í 2. sæti í 1. deildinni, mjög góður árangur það. Liðið hélt einnig úti svokölluðu B-liði sem spilaði í 3. deild karla í blaki í ár. Liðið er aðalega hugsað fyrir yngri liðsmenn aðalliðsins en aldur er þó blandaður og reynsluboltar styrkja liðið.  BF-B gerði sér lítið fyrir og vann 3. deild karla í blaki, en síðustu leikir mótsins voru nú um síðastliðna helgi í Kórnum í Kópavogi. Liðið endaði með 38 stig, fimm stigum ofar en Haukar A sem voru með 33 stig.

Liðið lék fimm leiki núna um sl. helgi á Íslandsmótinu, fyrsti sigurinn kom gegn Haukum B, lokatölur 0-2 (9-25,13-25).  Næsti leikur var  gegn Haukum A, og vannst hann 1-2 (17-25, 26-24, 12-15). Þriðji leikurinn var gegn Eflingu Laugaskóli, og vannst hann 0-2 (15-25,17-25). Næsti leikur var gegn Sindra og vannst hann 2-0 (25-18, 25-17). Lokaleikurinn var gegn Álftanesi C, og var hann jafn, en BF-B vann þó 2-0 (25-23, 25-21).

Liðið var ekki með neinn varamann í þessum fimm leikjum og því mátti ekkert útaf bregða. Frábær árangur hjá liðinu í 3. deild karla í blaki. Þegar blakvertíðinni lýkur í vor þá tekur við strandblakið á Siglufirði.

Siglfirðingur.is greindi fyrst frá tíðindunum.

Image may contain: 7 people, people smiling, people playing sports and basketball court
Mynd: Blakfélag Fjallabyggðar.