Uppfylling innri hafnar á Siglufirði

Fjallabyggð og Rauðka ræddu nýlega saman vegna fyrirhugaðar uppfyllingar á innri höfn á Siglufirði en áhersla hefur verið lögð á útivistargildi á því svæði. Ákveðið hefur verið að fá hugmyndir frá Edwin Roald Rögnvaldssyni golfvallarhönnuði og Ármanni Viðari Sigurðssyni frá tæknideild Fjallabyggðar vegna nýtingu svæðanna en sveitarfélagið myndi þróa frekari útfærslu eftir hugmyndavinnu.