Uppfærðar sóttvarnarreglur á HSN

Uppfærðar sóttvarnarreglur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands frá 29. desember 2021.
Til íbúa og aðstandanda sjúkra- og hjúkrunardeilda HSN.
Eftirfarandi sóttvarnarreglur gilda á sjúkra- og hjúkrunardeildum HSN:
• Grímuskylda er hjá starfsmönnum sjúkra- og hjúkrunardeilda.
• Íbúar í hjúkrunar- og dvalarrýmum og sjúklingar á sjúkradeildum þurfa ekki að bera grímu á sinni deild.
• Leyfð er ein heimsókn á dag, að hámarki tveir gestir. Mælst er til þess að sömu einstaklingar komi á milli daga.
• Ef smittíðni er há í samfélaginu geta stjórnendur á hverri starfsstöð hert reglurnar og lokað fyrir heimsóknir.
• Mælst er til að börn innan 12 ára komi ekki í heimsókn.
• Gestir fara rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni, mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis og þurfa að þvo hendur með sápu eða spritta áður en gengið er inn á heimili og einnig við brottför.
• Heimsóknargestir þurfa að bera grímu. Ef þörf er á að taka niður grímu inni á herbergjum þarf að halda tveggja metra fjarlægð.
• Fullbólusettir heimsóknargestir sem dvalið hafa erlendis mega koma í heimsókn eftir eina neikvæða Covid sýnatöku (PCR eða hraðgreiningarpróf) en mælst er til þess að þeir komi ekki fyrstu 5 dagana eftir komu til landsins.
• Óbólusettir/hálfbólusettir heimsóknargestir sem koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn fyrr en búið er að svara neikvæðu sýni (PCR) á 5. degi frá komu til landsins.
• Við biðlum til íbúa að fara sem minnst í bílferðir eða heimsóknir næstu vikur. Einnig biðlum við til íbúa, aðstandenda og annarra gesta að fara varlega, fylgja þeim sóttvarnarreglum sem almennt gilda í samfélaginu og forðast mannmarga staði.
• Mælst er til að utanaðkomandi einstaklingar sem veita persónulega þjónusta við íbúa og dægrastyttingu (t.d. hársnyrtifólk, fótaaðgerðarfræðingar, hljóðfæraleikarar) komi ekki á næstu vikum.
Vinsamlega EKKI koma í heimsókn ef:
• Þú ert í sóttkví eða einangrun.
• Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
• Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, kviðverki, niðurgang, breytt lyktar- eða bragðskyn).
• Þú hefur verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá því að einangrun lauk.
29. desember 2021 Sóttvarnalæknar HSN og framkvæmdastjórn HSN