Allir tímar eru uppbókaðir hjá HSN í inflúensubólusetningu á Akureyri. Þetta árið er margfalt meiri eftirspurn heldur en fyrri ár og þrátt fyrir að pantaðir hafi verið mikið fleiri skammtar en undanfarin ár þá er ljóst að það dugar ekki til og ekki mun meira berast til landsins að svo stöddu.