Unnið við Salthúsið

Þessa dagana stendur yfir vinna við Salthús Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Verið er að vinna með ytra byrði hússins og einnig hefur verið byggður kvistur á þakið. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin í júní  2014 ein eins og þekkt er þá voru hliðar hússins ferjaðar sjóleiðina frá Akureyri í júní árið 2014.

Salthúsið er samvinnuverkefni Síldarminjasafnsins og Þjóðminjasafns Íslands en það hafði um skeið uppi áform um að nýta það á Akureyri sem þjónustuhús fyrir Norðurland.

11870910_1025714074140310_6599984843914234821_nMynd:Byggingafélagið Berg.