Unnið við Salthúsið á Siglufirði

Þessa dagana er unnið að því að klæða Salthús Síldarminjasafnsins á Siglufirði. Þetta stóra geymsluhús var byggt á Suðureyri í lok 19. aldar en síðar endurbyggt á Tálknafirði og í þriðja sinn á Akureyri árið 1946. Salthúsið er samvinnuverkefni Síldarminjasafnsins og Þjóðminjasafns Íslands en það hafði um skeið uppi áform um að nýta það á Akureyri sem þjónustuhús fyrir Norðurland. Sigmundur Davíð tók fyrstu skóflustunguna í lok maí 2014. Um er að ræða geymsluhús safnsins sem verður aðal munageymslan en einnig er stefnt að því meira en þriðjungur hússins verði notaður fyrir sýningu, safnverslun og gestamóttöku.

Undirbúningur að byggingu hússins stóð í tvö ár en í ársbyrjun 2014 varð ljóst að Forsætisráðuneytið vildi veita 20 milljón kr. styrk til framkvæmdarinnar; að reisa húsið og ljúka því að utan. Þá hefur Fjallabyggð heitið 500 þús. krónum, FÁUM 250 þús kr. til verksins auk þess veitir Þjóðminjasafnið verulegan stuðning.

22250572978_9ffdf38de5_z22250593408_46e2834167_z

22250309110_b14dbd39b4_z