Unnið gegn einelti á Akureyri

Fimmtudaginn 11. október kl. 16.30 – 18.00 stendur Æskulýðsvettvangurinn, samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, fyrir fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála í félagsheimili KFUM og KFUK Sunnuhlíð 12 á Akureyri.

Erindið er opið, allir eru velkomnir.