Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði verður opnað fimmtudaginn 1. desember og verður tilboð á vetrarkortum frá 15. nóvember. Miklar framkvæmdir og viðgerðir hafa verið síðustu mánuði og verða fram að opnun svæðsins í desember. Í september og október hefur verið gert við lýsingu á Búngusvæði og Hálslyftusvæðinu sem var mjög illa farin. Skipt var um fimm brotna staura og aðrir réttir af. Alls eru 22 staurar og 44 kastarar á Búngusvæði og Hálslyftusvæðinu. Öll tengiboxin voru víst brotin eftir síðasta vetur.
Þá var viðgerð á vatnsbóli fyrir Búngusvæði ásamt öryggisköplum, rafmagnsköplum o.þ.h. Einnig voru rafmagnsmöstrin í Siglufjarðarskarðinu rifin niður.
Samtímis er verið að yfirfara snjótroðara og skipta út öllum T-stykkjum í T-lyftunni en þau eru alls 68.
Því miður náðist ekki að klára þær breytingar sem eru fyrirhugaðar á svæðinu en vegur og bílastæði eru langt komin. Það verður bætt inni aðstöðu á svæðinu fyrir veturinn og verður verður settur upp 70m2 gámaeining til viðbótar.
Eins og lesa má hefur allt verið á fullu í haust til að undirbúa veturinn í Skarðsdalnum.
Helstu fréttir af opnun skíðasvæðsins og viðburðum verður að finna hér á síðunni í allan vetur.
Gæti verið mynd af útivist
Myndir frá umsjónarmönnum Skíðasvæðisins í Skarðsdal
Gæti verið mynd af útivist
Gæti verið mynd af snjór