Unnið að viðgerð þaks Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði

Á fimmtudaginn síðastliðinn var hafist handa við viðgerð á þaki Ljóðaseturs Íslands á Siglufirði, en nokkrar skemmdir urðu á þakinu í fárviðrinu um daginn. Ljóst er að ráðast þarf í frekari aðgerðir á þakinu þegar nær líður vori og veður verða hagstæðari. Þetta kemur fram á heimasíðu Ljóðasetursins. www.ljodasetur.123.is