Ungur leikmaður úr KF valinn í Hæfileikamótun KSÍ

Bjartmar Ari Aðalsteinsson, ungur leikmaður Knattspyrnufélags Fjallabyggðar hefur verið valinn til að taka þátt í Hæfileikamótun KSÍ á Norðurlandi. Drengir og stúlkur fædd árið 2002-2003 hafa verið boðuð á æfingar föstudaginn 29. janúar næstkomandi. Flestir leikmenn koma frá Þór og KA, en einnig frá Tindastóli, Hvöt, Völsungi og Dalvík. Aðrir leikmenn sem hafa verið boðaðir á æfinguna má finna á skjali KSÍ.

Dagskrá heimsóknar á Akureyri:

  • 16.30 – Æfing með stúlkum
  • 17.45- Æfing með drengjum.

Helstu markmið hæfileikamótunar KSÍ eru að: 

  • Fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með.
  • Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
  • Koma til móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum.
  • Koma til móts við leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á landsliðsæfingar.
  • Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.