Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk tilkynningu um ungan dreng á ferðinni á bifreið sem hann hafði tekið í óleyfi snemma í morgun. Þegar lögregla kom á staðinn hafði hann skilað bifreiðinni til eiganda síns óskemmdri.

Verður háttalag hans tilkynnt barnaverndaryfirvöldum.

Bifreiðin á myndinni tengist ekki málinu.