Fjallabyggð hefur ákveðið að bjóða ungmennum fæddum árið 2004-2006 að koma í félagsmiðstöðina Neon á Siglufirði, föstudagskvöldið 18. nóvember kl. 20:30-22:30.

Ef vel tekst til þá er ætlunin hjá Fjallabyggð að opnanir verði reglulegar í vetur eða einu sinni í mánuði til að byrja með, fyrir þennan aldurshóp.

Ætlast er til að ungmenni sýni húsnæði og starfsemi virðingu og gangi vel um. Þá er ekki leyfilegt að vera með vímugjafa af neinu tagi í eða við Neon, né vera undir áhrifum þeirra. Þetta á einnig við um rafrettur og munnpúða.

Þetta er frábært tækifæri fyrir þennan aldurshóp að nýta þetta nýja húsnæði og hittast í leik og starfi.