Ungmennafélagið Glói tekur þátt í móti á Akureyri

Sunnudaginn 11. nóvember heldur Ungmennafélag Akureyrar mót í Boganum á Akureyri og stefnir Ungmennafélagið Glói frá Siglufirði að þátttöku þar. Keppt verður í hinum ýmsu greinum í flokkum 10-11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri. Mótið hefst kl. 10.45 og stendur til um 16.00. Ferðatilhögun er ekki á hreinu enn þá en æskilegt er að fá sem flesta foreldra með sínum börnum.