Ungmennafélagið Glói hreinsaði fjörur á Siglufirði
Ungmennafélagið Glói á Siglufirði stóð fyrir fjöruhreinsun á Siglufirði um síðastliðina helgi. Nokkrir stjórnarmenn félagsins leiddu verkefnið, en Þórarinn Hannesson er formaður félagsins. Talsvert af rusli eins og plast, járn og netadræsur söfnuðust saman úr þessari hreinsun.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félagsmenn í Glóa huga að umhverfismálum því áður hefur verið farið í svipaðar hreinsunarferðir. Félagið er líka með reit í Skógrækt Siglufjarðar þar sem það hefur plantað um 1.000 plöntum.