Á heimasíðu UMF Glóa á Siglufirði kemur fram að sumaræfingar séu komnar á fullt og iðkendum hafi fjölgað jafnt og þétt í sumar. Fleiri iðkendur í frjálsum íþróttum UMF Glóa eru velkomnir að koma á æfingar og spreyta sig. Á sumrin eru kastgreinar mest stundaðar á æfingum hjá félaginu.

Æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum á svæðinu við Mjölhúsið á Siglufirði. Krakkar fæddir 2001-2004 kl. 17.45 og eldri iðkendur kl. 18.15.