Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi á Hvammstanga

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi er bæjarhátíð í Húnaþingi vestra á Hvammstanga. Hátíðin hófst 24. júlí og stendur til 27. júlí og hefur verið haldin árlega síðan 2003.  Fjölbreytt fjölskylduhátíð með tónlistaratriðum. Meðal hljómsveita verða Hjálmar og Buff og söngkonan Ragnheiður Gröndal. Meðal atriða verður sápubolti, sápurennibraut, paintball, fyrirtækjakeppni, borðtennis, skotbolti, fjallaskokk, hverfakeppni og zumba partý.

Alla dagskránna má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.eldurhunathing.com