Unglingar úr Fjallabyggð valin til æfinga KSÍ

Tveir unglingar úr Fjallabyggð hafa verið valin til úrtaksæfingar hjá Knattspyrnusambandi Íslands sem fram fer á Akureyri nú um helgina. Þetta eru þau Rut Jónsdóttir og Hrannar Snær Magnússon leikmenn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.

Æfingarnar fara fram í Boganum á Akureyri á föstudag og laugardag. Rut tekur þátt á æfingum vegna U17 en Hrannar fyrir U16.

Á karlaæfingum koma drengir frá KA, Þór, Völsung, Hvöt og Dalvík auk KF.  Hjá stúlkunum koma leikmenn frá liðum Tindastóls, Þórs, KA, Hvöt auk KF.