Í dag, laugardaginn 2.desesember fer fram Unglingamót TBS í íþróttahúsinu á Siglufirði. Það eru yfir 40 keppendur skráðir á mótið frá TBS og Samherja á aldrinum 6-15 ára. Mótið hefst kl 12:00 og áætlað að það verði búið um kl 17:00.
Íbúar hvattir til að kíkja í íþróttahúsið og fylgjast með krökkunum. Sjoppa er á mótsstað en þar verða m.a. nýbakaðar vöfflur með öllu tilheyrandi til sölu.