Tveir ungir leikmenn hafa skrifað undir samning við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, þeir Vitor Vieira Thomas (1999) og Hákon Leó Hilmarsson (1997). Vítor er miðjumaður og Hákon Leó vinstri bakvörður. Báðir eru heimamenn, búsettir í Ólafsfirði. Vitor hefur síðustu ár spilað með yngri flokkum KF, en í vor hefur hann leikið með meistaraflokki og spilað þrjá leiki í Lengjubikar og skorað eitt mark. Þá spilaði hann nokkra leiki á Kjarnafæðismótinu með KF. Hákon Leó er 20 ára og hefur verið á leikmannasamning hjá KF síðan 2013 og hefur nú endurnýjað sinn samning. Hann á að baki 19 deildar- og bikarleiki fyrir KF og skorað í þeim 1 mark. Hákon Leó lék einnig með yngri flokkum KF áður en hann byrjaði í meistaraflokki.