Krakkar frá Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarðar tók þátt í Íslandsmóti unglinga í badminton um síðustu helgi en leikið var í Reykjavík. Krakkarnir komu heim með þrjú silfur og var valið prúðasta liðið. Mikil stemming var meðal keppenda enda hápunktur tímabilsins hjá mörgum ungum og efnilegum badmintonspilurum.  Spilað var í flokkum undir 11 ára til undir 19 ára.

Verðlaun hjá TBS:

U-17 telpur einliðal, B-fl. 2. sæti
Sólrún Anna Ingvarsdóttir

U-15 meyjar einliðal. B-fl. 2. sæti
Sigríður Ása Guðmarsdóttir

U-13 hnokkar tvíliðal. 2.sæti
Gísli Marteinn Baldvinsson / Patrick Gabriel Bors

Myndir frá TBS.