Ungbarnasund á Siglufirði

Nú er verið að kenna ungbarnasund í Sundhöllinni á Siglufirði á föstudögum kl.14:00 – 15:00.  Kennari er Ásdís Sigurðardóttir og verður hún með þessa kennslu fram á haustið.
Vegna þessa viljum við vekja athygli á því að vatnið í sundlauginni er heitara
en vanalegt er, eða u.þ.b. 32°- 33°C.
Það getur því verið strembið að synda langt í slíkum hita. Til fróðleiks má geta þess að venjulegur hiti vatnsins er 30°C.  Við vonum að íbúar Fjallabyggðar taki þessu framtaki á jákvæðum nótum og hagi sundferðum sínum eftir þessu.

Heimild: im.fjallabyggd.is