Ungar norðlenskar konur syngja á Akureyri

Fimmtudaginn 21. júlí kl. 20:30 fara fram aðrir tónleikarnir í sumartónleikaröð Norðlenskra kvenna í tónlist. Á tónleikunum kemur fram sönghópurinn Sónorus.

Í hópnum eru fimm ungar konur frá Akureyri; Aldís Bergsveinsdóttir, Eva Laufey Eggertsdóttir, Kamilla Dóra Jónsdóttir, Sigrún Mary McCormick og Steinunn Atladóttir. Þær hafa sungið saman í rúm fjögur ár en hafa alltaf vitað af hver annarri og þekkst með einum hætti eða öðrum. Þær hafa komið fram á hinum ýmsu viðburðum á Akureyri og á þessum tónleikunum flytja þær blöndu af sínum uppáhalds lögum, bæði gömlum og nýjum.

Tónleikaröðin Ungar norðlenskar konur í tónlist fer fram í Hlöðunni, Litla-Garði.  Miðasala fer fram við innganginn. Menningarsjóður Akureyrarbæjar styrkir tónleikaröðina og er hún haldin í samstarfi við Listasumar