Tvö ungmenni frá Ólafsfirði voru valin til að taka þátt í Íslandsmeistaramóti iðn- og verkgreina 2017 sem fram fór í Laugardalshöllinni um liðna helgi.  Ágúst Örn Jónsson 21 árs gamall frá Ólafsfirði keppti í pípulögnum en hann vinnur hjá JVB-Pípulögnum í Ólafsfirði. Keppnin var mjög hörð og jöfn á milli þeirra allra en þeir sem voru 2.-4. sæti voru allir skráðir jafnir á verkidn.is.

Edda Heiðrún Úlfarsdóttir 23 ára gömul frá Ólafsfirði keppti í hársnyrtiiðn og landaði þar öðru sæti. Þau koma bæði úr Tækniskólanum.

Myndir: Jón Valgeir Baldursson.