Stórvirkar vinnuvélar hafa í dag verið að undirbúa keppnissvæðið og brautir fyrir Fjarðargönguna sem fram fer um helgina í Ólafsfirði. Skráðum keppendum hefur fjölgaði síðustu daga og eru núna 18 skráðir í næturgönguna, 136 í 30 km gönguna, 65 í 15 km gönguna, og 30 3,5/7 km gönguna.
Mikið hefur bæst í snjó á skömmum tíma í Ólafsfirði en útlitið var ekki gott í byrjun mánaðarins.
Guðmundur Ingi Bjarnason björgunarsveitarmaður og tjaldvörður í Fjallabyggð tók þessar myndir í dag.
Enn er hægt að skrá sig í gönguna.